Bláa lónið fékk Bláfánann í dag
Starfsfólk í Bláa lónins tók í dag á móti Bláfánanum svokallaða. Fánann fá þær baðstrandir sem kappkosta við að vernda umhverfið, hafa öryggismál í heiðri og góða aðstöðu, jafnframt því að veita fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd.
Bláa lónið hefur lagt áherslu á alla þessa þætti og gert það vel þannig að það er orðinn árviss viðburður að Bláfáninn sé dregin að húni við bakka baðlónsins. Hann er veittur til eins árs í senn og var afhentur í fyrsta skipti á Íslandi árið 2003. Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda.
Mynd: Starfsfólk í Bláa lóninu tekur á móti Bláfánunum í dag. VF-mynd: elg
Bláa lónið hefur lagt áherslu á alla þessa þætti og gert það vel þannig að það er orðinn árviss viðburður að Bláfáninn sé dregin að húni við bakka baðlónsins. Hann er veittur til eins árs í senn og var afhentur í fyrsta skipti á Íslandi árið 2003. Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda.
Mynd: Starfsfólk í Bláa lóninu tekur á móti Bláfánunum í dag. VF-mynd: elg