Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:32

BLÁA LÓNIÐ FÆR UMHVERFISVERÐLAUN FERÐAMÁLARÁÐS ÍSLANDS 1999

Eigendum Bláa Lónsins hf. voru afhent umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands 1999 þann 8. október s.l. við hátíðlega athöfn á ferðamálaráðstefnunni á Egilstöðum. Alls voru 11 fyrirtæki tilnefnd til umhverfisverðlauna ferðaþjónustufyrirtækja. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti Grími Sæmundsen, framkvæmdastjóra Bláa Lónsins hf., verðlaunin en verðlaunagripurinn eru höggmyndin Harpa eftir Hallstein Sigurðsson, myndhöggvara. Ráðherra sagði að Bláa lónið væri gott dæmi um það hve náttúran og auðlindir hennar nýtist mannfólkinu á margvíslegan hátt en Bláa lónið er jarðsjór sem Hitaveita Suðurnesja hefur þegar nýtt til upphitunar ferskvatns og til framleiðslu rafmagns. Ráðherra sagði einnig að öll umgengni og mannvirki Bláa lónsins væru í mikilli sátt við umhverfið og féllu vel að hrauninu. „Eigendur Bláa Lónsins hf. gera sér grein fyrir mikilvægi þess að umgangast náttúruna með virðingu og að með því öðlast fyrirtækið virðingu viðskiptavina sinna, sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra við þetta tækifæri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024