Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa lónið ekki opnað fyrr en flóttaleið er tilbúin
Svona var umhorfs á Grindavíkurvegi sunnudaginn 17. mars. VF/Ísak Finnbogason
Mánudagur 18. mars 2024 kl. 13:15

Bláa lónið ekki opnað fyrr en flóttaleið er tilbúin

Forsenda fyrir opnun inn í Bláa Lónið og Northern Light Inn er að hægt verði að opna flóttaleið inn á Grindavíkurveg og inn á Reykjanesbraut. Þannig háttaði til þegar starfsemi hófst þar að nýju eftir síðasta gos. Þetta kemur fram í tilkynnnigu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Lokunarpóstar eru við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar, Nesveg og Suðurstrandarveg. Grindavíkurvegur er ófær þar sem hraun rann yfir veginn á sama stað og í síðasta gosi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024