Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa Lónið byggir blokk í Grindavík
Þriðjudagur 11. apríl 2017 kl. 09:50

Bláa Lónið byggir blokk í Grindavík

Byggja 24 íbúðir fyrir starfsmenn

Bláa Lónið hefur fest kaup á lóð við Stamp­hóls­veg í Grindavík þar sem stendur til að reisa 24 íbúðir sem verða milli 70 og 90 fermetrar að stærð. Framkvæmdir eru þegar hafnar en það er Grindin úr Grindavík sem sér um byggingu íbúðanna. Frá þessu er greint á mbl.is.

Ætl­un­in með þessu er að tryggja starfs­mönn­um hús­næði. „Jarðvinn­an er haf­in og við byrj­um að slá upp fyr­ir sökkl­um í byrj­un maí,“ seg­ir Magnús Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri tré­smiðjunn­ar Grind­ar­inn­ar í samtali við Morgunblaðið.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024