Bláa lónið á topplista Facebook
Það eru margir nota Facebook til að deila utanlandsferðinni með fólkinu sínu heima. Ein leið til þess er að stimpla sig inn á hina og þessa staði með snjallsímaforriti Facebook og þá sjá vinir viðkomandi hvar hann er þá stundina. Tölfræðingar Facebook hafa tekið saman hvaða 25 staðir í heiminum það eru sem flestir stimpla sig inn á og einn þeirra er Bláa lónið. Á listanum eru íþróttaleikvangar og skemmtigarðar áberandi eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er ferðavefurinn Túristi.is sem greinir frá þessu.
Argentína: Puerto Madero, Buenos Aires
Ástralía: Melbourne Cricket Ground, East Melbourne
Bandaríkin: Disneyland, Anaheim, Kalifornía
Brasilía: Parque Ibirapuera, Sao Paulo
Bretland: The 02, London
Egyptaland: Sharm el-Sheikh, South Sinai Governorate
Frakkland: Disneyland Paris
Hong Kong: Hong Kong Disneyland
Ísland: Bláa lónið
Indland: Harmandir Sahib (Gullna hofið)
Ítalía: San Marco torg, Feneyjum
Japan: Disneyland Tókýó
Kanada: Rogers Arena, Vancouver, British Columbia
Mexíkó: Auditorio Nacional, Mexíkó borg
Nígería: Ikeja City Mall, Ikeja, Lagos, Nigeria
Pólland: Temat Rzeka, Varsjá
Rússland: Gorky Park of Culture and Leisure
Singapúr: Marina Bay Sands
Suður Afríka: Victoria & Alfred Waterfront
Suður Kórea: Myungdong Street, Seoul
Spánn: Las Ramblas, Barcelona
Svíþjóð: Friends Arena, Solna, Stokkhólmur
Taívan: Tainan Flower Night Market, Tainan City
Tyrkland: Taksim Square, Istanbúl
Þýskaland: Reeperbahn, Hamburg