Bláa lónið, Rúnar Júll og Íþróttafélagið Nes fengu Víkurfréttaverðlaunin 2000
Bláa lónið hf., Rúnar Júlíusson og Íþróttafélagið Nes fengu Víkurfréttaverðlaunin 2000 en þau voru afhent á veitingahúsinu Ránni í gærkvöldi að viðstöddum fjölda gesta. Víkurfréttaverðlaunin koma í stað kjörs á Manni ársins á Suðurnesjum. Veitt voru verðlaun fyrir framlag í þremur flokkum, atvinnulífi, menningu og listum og íþróttum.
Víkurfréttir hafa undanfarin tíu ár útnefnt mann ársins á Suðurnesjum. Þetta kjör hófst árið 1990 og hefur verið gert á hverju ári síðan. Við þessi merkilegu tímamót þegar ný öld, nýtt árþúsund gengur í garð var við hæfi að breyta aðeins út af venjunni og niðurstaðan af því er veiting Víkurfrétta-verðlaunanna í þremur flokkum, fyrir framlag í atvinnulífi, menningu og listum og svo íþróttum. Sérstök nefnd á vegum blaðsins hefur valið mann ársins og hún hefur einnig valið þrjá aðila sem hljóta þessi verðlaun í ár. Þessi tímamót eru einnig merkileg hjá Víkurfréttum en blaðið varð 20 ára í ágúst síðastliðnum.
Fyrrverandi menn ársins á Suðurnesjum voru sérstaklega boðnir til þessarar afhendingar.
Þetta eru Dagbjartur Einarsson sem fyrstur hlaut þessa nafnbót árið 1990. Hjörtur Magni Jóhannsson, sóknarprestur í Útskálakirkju og Hvalsneskirkju kom næstur árið 1991, 1992 var Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, útgerðarmaður í Keflavík fyrir valinu. Verslunargeirinn fékk næsta mann ársins en það var Guðjón Stefánsson hjá Kaupfélagi Suðurnesja. Árið 1994 fékk Júlíus Jónsson hjá Hitaveitu Suðurnesja viðurkenninguna og árið á eftir Þorsteinn Erlingsson, útgerðarmaður. Menn ársins hafa nokkrum sinnum verið tengdir fiski og árið 1996 var Logi Þormóðsson fyrir valinu. Hóteliðnaðurinn er ekki gömul grein á Suðurnesjum og þeirra maður, Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík fékk titilinn Maður árins árið 1997. Það var svo kaffikona Íslands, Aðalheiður Héðinsdóttir í Kaffitári sem hlaut útnefninguna 1998. Sigfús Ingvason, prestur í Keflavík var kjörinn maður ársins 1999.
Eins og heyra mátti á upptalningunni hefur þetta fólk sýnt athyglisverða framgöngu hvert á sínu sviði og margir eru enn að.
Nær 70% útlendinga koma í Bláa lónið
Í atvinnulífi Suðurnesja hefur eitt fyrirtæki vaxið hratt á undanförnum árum og er í dag orðið (einn) þekktasti og er mest sótti ferðamannastaður á Íslandi, Bláa lónið þekkja allir og vel flestir útlendingar sem koma til landsins spyrja um staðinn og flestir þeirra heimsækja hann.
Upphafið að þessum vægast sagt einstaka stað má rekja til áttunda áratugarins þegar nokkrir einstaklingar byrjuðu að baða sig í affallsvatni frá orkuveri Hitaveitu Suðurnesja.
Bláa Lónið hf. var stofnað árið 1992 og er meginmarkmiðið með stofnun félagsins að vera í forystu um varanlega uppbyggingu heilsu- og ferðaþjónustu við Bláa lónið. Á undanförnum árum hefur félaginu vaxið fiskur um hrygg og er starfsemi þess nú á þremur sviðum. Öll starfsemi félagsins byggir á einstakleika og eiginleikum jarðsjávar Bláa lónsins sem inniheldur sölt, kísil og blágrænþörunga.
Nýr og glæsilegur baðstaður opnaði við Bláa lónið í júlí 1999 og er hann vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna er sækja Ísland heim, en á síðasta ári heimsóttu 64% þeirra Bláa lónið en gestir voru alls 318.000. Til samanburðar má geta þess að á árinu 1998 sem var síðasta heila rekstrarárið á gamla baðstaðnum var heildargestafjöldi 172.000
Fyrirtækið framleiðir einnig og markaðssetur húðverndarvörur undir vörumerkinu Blue Lagoon Iceland. Vörurnar eru grundvallaðar á virkum hráefnum úr heilsulindinni Bláa lóninu og komu fyrstu vörurnar á markað árið 1995. Fleiri vörur bættust við þremur árum síðar. Ný Blue Lagoon geothermal spa lína leit dagsins ljós um mitt árið 2000.
Bláa lónið hefur einnig rekið göngudeild við Bláa lónið frá árinu 1993 fyrir psoriasis og exemsjúklinga. Meðferðin hefur hlotið viðurkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda og greiðir Tryggingastofnun Ríkisins hlut íslenskra sjúklinga. Frá árinu 1997 hafa heilbrigðisyfirvöld einnig greitt fyrir hlut sjúklinga á sjúkrahótelinu við Bláa lónið til að auðvelda sjúklingum af landsbyggðinni að stunda meðferðina. Hjá fyrirtækinu starfa nú á milli 80 og 90 starfsmenn þegar mest er.
Bláa lónið hf. fær Víkurfréttaverðlaunin árið 2000 fyrir framlag sitt í atvinnulífi Suðurnesja.
Enginn toppar þrennu Rúnars Júll!
Menning og listir hafa stundum verið í skugga góðra íþróttaafreka á Suðurnesjum. Einn liðsmaður menningarinnar á tónlistarsviðinu hefur verið í eldlínunni á báðum sviðum og verið gangandi auglýsing fyrir Suðurnesin. Hér er að sjálfsögðu átt við Rúnar Júlíusson sem í tæp fjörtíu ár hefur sungið og spilað Keflavík og Suðurnesjum til heilla. Hann var í liðum sem innbyrtu tvo fyrstu Íslandsmeistaratitla með Keflavík í knattspyrnu 1959 í 4. flokki og 1964 í meistaraflokki en árið á undan hóf hann farsælan tónlistarferil sem stendur enn. til gamans má geta að þetta ár, 1964 var Rúnar í vinsælustu hljómsveit landsins, Hljómum, Íslandsmeistari með Keflavík í 1. deild. Örfáum árum bættist við í safn hans Fegurðardrottning íslands en það var að sjálfsögðu kona hans, María Baldursdóttir sem sá um að innbyrða þann titil. Þrenna sem sennilega engin getur státað af nema Rúnar.
Ekki verður langur og farsæll feril Rúnars rakin hér enda þekkja hann flestir. Hann var í vinsælustu hljómsveitum aldarinnar eins og Hljómum, Trúbroti, Lónlý blú boys og GCD. Í lok aldarinnar var valin hljómplata aldarinnar og það var engin önnur en breiðskífa Trúbrotar, Lifun sem hlaut þá vegsemd en í sveitinni voru Rúnar og fleiri þekktir Suðurnesjamenn. Á síðasta ári gaf hann út tvöfaldan hljómdisk sem hann gaf nafnið Reykjanesbrautin. Diskurinn fékk mjög góða dóma sem sýnir að lengi lifir í gömlum glæðum. Nafnið kom á góðum tíma sem sýnir enn betur útsjónarsemi tónlistarmannsins sem með þessu gaf átaki bæjarbúa hér fyrir tvöföldun brautarinnar aukna athygli. Rúnar hefur gefið út í nafni Geimsteins yfir eitthundrað hljómplötur og ekki er ólíklegt að hann hafi tekið þátt í nærri tvöhunduð plötum því áður en hann hóf útgáfu sjálfur var hann búinn að spila inn á margar plötur á annan áratug. Geimsteinsútgáfan fagnar aldarfjórðungsafmæli síðar á árinu. Rúnar vinnur nú að tvöföldum hljómdisk sem mun geyma fimmtíu af lögum útgefnum af Geimsteini.
Í starfi sínu hjá Geimsteini hefur Rúnar aðstoðað marga unga tónlistarmenn og hafa margir þeirra nefnt það hvað það hafi verið gott að sækja í garð hans. Rúnar hefur verið liðlegur og duglegur að leggja þeim lið.
Rúnar Júlíusson hefur verið nokkurs konar bæjarmerki Keflavíkur og Suðurnesja í tugi ára og hlýtur Víkurfréttaverðlaunin 2000 fyrir framlag sitt sem seint verður full þakkað.
Árið 2000viðburðaríkt hjá Nesi
Íþróttastarf á Suðurnesjum hefur lengi verið mjög gott. Suðurnesjamönnum hefur gengið vel í boltaíþróttum og einnig náð langt í mörgum einstaklingsíþróttum. Hér á Suðurnesjum er félag sem vakið hefur athygli fyrir fríska og skemmtilega framgöngu og starf - en það er íþróttafélagið Nes. Þetta er íþróttafélag fatlaðra og þroskaheftra á Suðurnesjum og var stofnað 17. nóvember 1991 og fagnar því tíu ára afmæli síðar á þessu ári. Félagið hefur dafnað og eflst með hverju ári og voru fyrstu þrjú árin aðeins um fimm einstaklingar sem æfðu hjá því boccia. Í dag æfa rúm-lega 50 einstaklingar hjá félaginu í hinum ýmsu greinum eins og sund, frjálsar íþróttir, bogfimi, borðtennis, boccia og knattíþróttir. Íþróttadagur Ness er orðinn árlegur hjá félaginu þar semkeppt er í boccia innan félagsins og þann dag er einnig komin hefð á fyrirtækja og hópakeppni sem hefur tekist mjög vel.
Félagið hélt fyrst stórmót 1996 í boccía og síðan hefur félagið farið annað hvert ár til Malmö á safnnefnt opið mót í boccia og gengið vel. Árið 1999 voru fjórir einstaklingar frá félaginu valdir á heimsleika Special Olympics sem haldnir voru í Norður Karólínu í Bandaríkjunum og var keppt í boccia, knattspyrnu og sundi. Einnig fóru tveir ungir iðkendur frá Nesi á norræna barna- og unglingamótið í Finnlandi 1999.
Árið 2000 var viðburðarríkt hjá félaginu. Félagið tók að sér að sjá um Íslandsmót fyrir Íþróttasamnand Fatlaðra í febrúar og var keppt í fimm greinum. Í mars sá félagið um íslandsmótið í boccia, í sveitakeppni.
Hér er ekki allt upp talið því félagið tók einnig að sér umsjón með Norðurlandamótinu í boccia sem haldið var hér í Keflavík í maí.
Má áætla að um 600-700 einstaklingar hafi komið í heimsókn á þessi mót og eru það keppendur, þjálfarar og fleiri taldir með. Í júní sl. voru síðan haldnir Evrópuleikar Special Olympics í Hollandi þar sem 10 iðkendur frá NES voru valdir ásamt þremur þjálfurum frá félaginu. Það fór á árinu með 15 keppendur til Malmö í Svíþjóð til þess að keppa í boccia, með þessum hóp fóru sex aðstoðarmenn og þjálfarar.
Á öllum þessum mótum stóðu iðkendur frá NES sig með sóma og sumir hverjir unnu til verðlauna og eignast félagið fjóra Íslandsmeistara á sl. ári í boccia, borðtennis, sundi og frjálsum íþróttum. Þjálfarar hjá NESi undanfarin sex ár eru hjónin og íþróttakennararnir Anna Lea Björnsdóttir og Guðmundur Brói Sigurðsson. Það er ekki þeim síst að þakka að félagið er orðið það öflugt eins og það er í dag ásamt því að góð stjórn hefur ávallt starfað og foreldrar koma nú einnig meira inn í starfið og aðstoða. Í desember sl. fékk Anna Lea mikla viðurkenningu frá Íþróttasambandi Fatlaða fyrir að hafa starfað sérlega vel í þágu fatlaðs íþróttafólks. Þetta er fyrsta skiptið sem þessi viðurkenning er veitt og er þetta mikill heiður fyrir Íþróttafélagið NES. Samvinna við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur verið mjög góð og hefur Anna Lea verið með valgrein sem er íþróttir fatlaðra og hafa margir krakkar frá FS starfað með félaginu frá því að þetta komst á árið 1995. Íþróttamaður NES árið 2000 var valinn Jóhann Kristjánsson og lenti hann síðan í þriðja sæti í kjöri Íþróttamanns Reykjanesbæjar. Það er því óhætt að segja að starfsemi hjá NES sé glæsileg. Því er við að bæta að félagið stofnaði til samstarfs við félag aldraðra á Suðurnesjum um ástundun eldri borgara í boccia. einnig kom félagið inn í atvinnulífið með sölu á kaffi frá kaffitári. Í árslok seldi félagið fimm þúsundasta kaffipakkann og nýtur félagið í fjáröflun sinni. Íþróttafélagið Nes fær Víkurfréttaverðlaunin fyrir frábært framlag í íþróttum.
Víkurfréttir hafa undanfarin tíu ár útnefnt mann ársins á Suðurnesjum. Þetta kjör hófst árið 1990 og hefur verið gert á hverju ári síðan. Við þessi merkilegu tímamót þegar ný öld, nýtt árþúsund gengur í garð var við hæfi að breyta aðeins út af venjunni og niðurstaðan af því er veiting Víkurfrétta-verðlaunanna í þremur flokkum, fyrir framlag í atvinnulífi, menningu og listum og svo íþróttum. Sérstök nefnd á vegum blaðsins hefur valið mann ársins og hún hefur einnig valið þrjá aðila sem hljóta þessi verðlaun í ár. Þessi tímamót eru einnig merkileg hjá Víkurfréttum en blaðið varð 20 ára í ágúst síðastliðnum.
Fyrrverandi menn ársins á Suðurnesjum voru sérstaklega boðnir til þessarar afhendingar.
Þetta eru Dagbjartur Einarsson sem fyrstur hlaut þessa nafnbót árið 1990. Hjörtur Magni Jóhannsson, sóknarprestur í Útskálakirkju og Hvalsneskirkju kom næstur árið 1991, 1992 var Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, útgerðarmaður í Keflavík fyrir valinu. Verslunargeirinn fékk næsta mann ársins en það var Guðjón Stefánsson hjá Kaupfélagi Suðurnesja. Árið 1994 fékk Júlíus Jónsson hjá Hitaveitu Suðurnesja viðurkenninguna og árið á eftir Þorsteinn Erlingsson, útgerðarmaður. Menn ársins hafa nokkrum sinnum verið tengdir fiski og árið 1996 var Logi Þormóðsson fyrir valinu. Hóteliðnaðurinn er ekki gömul grein á Suðurnesjum og þeirra maður, Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík fékk titilinn Maður árins árið 1997. Það var svo kaffikona Íslands, Aðalheiður Héðinsdóttir í Kaffitári sem hlaut útnefninguna 1998. Sigfús Ingvason, prestur í Keflavík var kjörinn maður ársins 1999.
Eins og heyra mátti á upptalningunni hefur þetta fólk sýnt athyglisverða framgöngu hvert á sínu sviði og margir eru enn að.
Nær 70% útlendinga koma í Bláa lónið
Í atvinnulífi Suðurnesja hefur eitt fyrirtæki vaxið hratt á undanförnum árum og er í dag orðið (einn) þekktasti og er mest sótti ferðamannastaður á Íslandi, Bláa lónið þekkja allir og vel flestir útlendingar sem koma til landsins spyrja um staðinn og flestir þeirra heimsækja hann.
Upphafið að þessum vægast sagt einstaka stað má rekja til áttunda áratugarins þegar nokkrir einstaklingar byrjuðu að baða sig í affallsvatni frá orkuveri Hitaveitu Suðurnesja.
Bláa Lónið hf. var stofnað árið 1992 og er meginmarkmiðið með stofnun félagsins að vera í forystu um varanlega uppbyggingu heilsu- og ferðaþjónustu við Bláa lónið. Á undanförnum árum hefur félaginu vaxið fiskur um hrygg og er starfsemi þess nú á þremur sviðum. Öll starfsemi félagsins byggir á einstakleika og eiginleikum jarðsjávar Bláa lónsins sem inniheldur sölt, kísil og blágrænþörunga.
Nýr og glæsilegur baðstaður opnaði við Bláa lónið í júlí 1999 og er hann vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna er sækja Ísland heim, en á síðasta ári heimsóttu 64% þeirra Bláa lónið en gestir voru alls 318.000. Til samanburðar má geta þess að á árinu 1998 sem var síðasta heila rekstrarárið á gamla baðstaðnum var heildargestafjöldi 172.000
Fyrirtækið framleiðir einnig og markaðssetur húðverndarvörur undir vörumerkinu Blue Lagoon Iceland. Vörurnar eru grundvallaðar á virkum hráefnum úr heilsulindinni Bláa lóninu og komu fyrstu vörurnar á markað árið 1995. Fleiri vörur bættust við þremur árum síðar. Ný Blue Lagoon geothermal spa lína leit dagsins ljós um mitt árið 2000.
Bláa lónið hefur einnig rekið göngudeild við Bláa lónið frá árinu 1993 fyrir psoriasis og exemsjúklinga. Meðferðin hefur hlotið viðurkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda og greiðir Tryggingastofnun Ríkisins hlut íslenskra sjúklinga. Frá árinu 1997 hafa heilbrigðisyfirvöld einnig greitt fyrir hlut sjúklinga á sjúkrahótelinu við Bláa lónið til að auðvelda sjúklingum af landsbyggðinni að stunda meðferðina. Hjá fyrirtækinu starfa nú á milli 80 og 90 starfsmenn þegar mest er.
Bláa lónið hf. fær Víkurfréttaverðlaunin árið 2000 fyrir framlag sitt í atvinnulífi Suðurnesja.
Enginn toppar þrennu Rúnars Júll!
Menning og listir hafa stundum verið í skugga góðra íþróttaafreka á Suðurnesjum. Einn liðsmaður menningarinnar á tónlistarsviðinu hefur verið í eldlínunni á báðum sviðum og verið gangandi auglýsing fyrir Suðurnesin. Hér er að sjálfsögðu átt við Rúnar Júlíusson sem í tæp fjörtíu ár hefur sungið og spilað Keflavík og Suðurnesjum til heilla. Hann var í liðum sem innbyrtu tvo fyrstu Íslandsmeistaratitla með Keflavík í knattspyrnu 1959 í 4. flokki og 1964 í meistaraflokki en árið á undan hóf hann farsælan tónlistarferil sem stendur enn. til gamans má geta að þetta ár, 1964 var Rúnar í vinsælustu hljómsveit landsins, Hljómum, Íslandsmeistari með Keflavík í 1. deild. Örfáum árum bættist við í safn hans Fegurðardrottning íslands en það var að sjálfsögðu kona hans, María Baldursdóttir sem sá um að innbyrða þann titil. Þrenna sem sennilega engin getur státað af nema Rúnar.
Ekki verður langur og farsæll feril Rúnars rakin hér enda þekkja hann flestir. Hann var í vinsælustu hljómsveitum aldarinnar eins og Hljómum, Trúbroti, Lónlý blú boys og GCD. Í lok aldarinnar var valin hljómplata aldarinnar og það var engin önnur en breiðskífa Trúbrotar, Lifun sem hlaut þá vegsemd en í sveitinni voru Rúnar og fleiri þekktir Suðurnesjamenn. Á síðasta ári gaf hann út tvöfaldan hljómdisk sem hann gaf nafnið Reykjanesbrautin. Diskurinn fékk mjög góða dóma sem sýnir að lengi lifir í gömlum glæðum. Nafnið kom á góðum tíma sem sýnir enn betur útsjónarsemi tónlistarmannsins sem með þessu gaf átaki bæjarbúa hér fyrir tvöföldun brautarinnar aukna athygli. Rúnar hefur gefið út í nafni Geimsteins yfir eitthundrað hljómplötur og ekki er ólíklegt að hann hafi tekið þátt í nærri tvöhunduð plötum því áður en hann hóf útgáfu sjálfur var hann búinn að spila inn á margar plötur á annan áratug. Geimsteinsútgáfan fagnar aldarfjórðungsafmæli síðar á árinu. Rúnar vinnur nú að tvöföldum hljómdisk sem mun geyma fimmtíu af lögum útgefnum af Geimsteini.
Í starfi sínu hjá Geimsteini hefur Rúnar aðstoðað marga unga tónlistarmenn og hafa margir þeirra nefnt það hvað það hafi verið gott að sækja í garð hans. Rúnar hefur verið liðlegur og duglegur að leggja þeim lið.
Rúnar Júlíusson hefur verið nokkurs konar bæjarmerki Keflavíkur og Suðurnesja í tugi ára og hlýtur Víkurfréttaverðlaunin 2000 fyrir framlag sitt sem seint verður full þakkað.
Árið 2000viðburðaríkt hjá Nesi
Íþróttastarf á Suðurnesjum hefur lengi verið mjög gott. Suðurnesjamönnum hefur gengið vel í boltaíþróttum og einnig náð langt í mörgum einstaklingsíþróttum. Hér á Suðurnesjum er félag sem vakið hefur athygli fyrir fríska og skemmtilega framgöngu og starf - en það er íþróttafélagið Nes. Þetta er íþróttafélag fatlaðra og þroskaheftra á Suðurnesjum og var stofnað 17. nóvember 1991 og fagnar því tíu ára afmæli síðar á þessu ári. Félagið hefur dafnað og eflst með hverju ári og voru fyrstu þrjú árin aðeins um fimm einstaklingar sem æfðu hjá því boccia. Í dag æfa rúm-lega 50 einstaklingar hjá félaginu í hinum ýmsu greinum eins og sund, frjálsar íþróttir, bogfimi, borðtennis, boccia og knattíþróttir. Íþróttadagur Ness er orðinn árlegur hjá félaginu þar semkeppt er í boccia innan félagsins og þann dag er einnig komin hefð á fyrirtækja og hópakeppni sem hefur tekist mjög vel.
Félagið hélt fyrst stórmót 1996 í boccía og síðan hefur félagið farið annað hvert ár til Malmö á safnnefnt opið mót í boccia og gengið vel. Árið 1999 voru fjórir einstaklingar frá félaginu valdir á heimsleika Special Olympics sem haldnir voru í Norður Karólínu í Bandaríkjunum og var keppt í boccia, knattspyrnu og sundi. Einnig fóru tveir ungir iðkendur frá Nesi á norræna barna- og unglingamótið í Finnlandi 1999.
Árið 2000 var viðburðarríkt hjá félaginu. Félagið tók að sér að sjá um Íslandsmót fyrir Íþróttasamnand Fatlaðra í febrúar og var keppt í fimm greinum. Í mars sá félagið um íslandsmótið í boccia, í sveitakeppni.
Hér er ekki allt upp talið því félagið tók einnig að sér umsjón með Norðurlandamótinu í boccia sem haldið var hér í Keflavík í maí.
Má áætla að um 600-700 einstaklingar hafi komið í heimsókn á þessi mót og eru það keppendur, þjálfarar og fleiri taldir með. Í júní sl. voru síðan haldnir Evrópuleikar Special Olympics í Hollandi þar sem 10 iðkendur frá NES voru valdir ásamt þremur þjálfurum frá félaginu. Það fór á árinu með 15 keppendur til Malmö í Svíþjóð til þess að keppa í boccia, með þessum hóp fóru sex aðstoðarmenn og þjálfarar.
Á öllum þessum mótum stóðu iðkendur frá NES sig með sóma og sumir hverjir unnu til verðlauna og eignast félagið fjóra Íslandsmeistara á sl. ári í boccia, borðtennis, sundi og frjálsum íþróttum. Þjálfarar hjá NESi undanfarin sex ár eru hjónin og íþróttakennararnir Anna Lea Björnsdóttir og Guðmundur Brói Sigurðsson. Það er ekki þeim síst að þakka að félagið er orðið það öflugt eins og það er í dag ásamt því að góð stjórn hefur ávallt starfað og foreldrar koma nú einnig meira inn í starfið og aðstoða. Í desember sl. fékk Anna Lea mikla viðurkenningu frá Íþróttasambandi Fatlaða fyrir að hafa starfað sérlega vel í þágu fatlaðs íþróttafólks. Þetta er fyrsta skiptið sem þessi viðurkenning er veitt og er þetta mikill heiður fyrir Íþróttafélagið NES. Samvinna við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur verið mjög góð og hefur Anna Lea verið með valgrein sem er íþróttir fatlaðra og hafa margir krakkar frá FS starfað með félaginu frá því að þetta komst á árið 1995. Íþróttamaður NES árið 2000 var valinn Jóhann Kristjánsson og lenti hann síðan í þriðja sæti í kjöri Íþróttamanns Reykjanesbæjar. Það er því óhætt að segja að starfsemi hjá NES sé glæsileg. Því er við að bæta að félagið stofnaði til samstarfs við félag aldraðra á Suðurnesjum um ástundun eldri borgara í boccia. einnig kom félagið inn í atvinnulífið með sölu á kaffi frá kaffitári. Í árslok seldi félagið fimm þúsundasta kaffipakkann og nýtur félagið í fjáröflun sinni. Íþróttafélagið Nes fær Víkurfréttaverðlaunin fyrir frábært framlag í íþróttum.