Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa hernum finnast viðbrögð Umhverfisstofnunar óásættanleg
Miðvikudagur 22. júní 2011 kl. 16:49

Bláa hernum finnast viðbrögð Umhverfisstofnunar óásættanleg

Tómas J. Knútsson, formaður Bláa hersins, sem unnið hefur að margvíslegum umhverfisverkefnum á Suðurnesjum, kynnti sér aðstæður í fjörunni á Garðskaga sem menguð er af olíu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tómas segir ástandið þannig í fjörunni á Garðskaga að hann harmi aðgerðarleysi Umhverfisstofnunar. Stofnunin vill láta náttúruna sjálfa um að skola í burtu olíumenguninni. Tómas vill að reynt verði að hafa upp á sökudólgnum en helst vill hann að umhverfisvænum leysiefnum verði dreift á versta svæðið, því það muni taka náttúruna margar vikur að hreinsa fjöruna.

Blái herinn hefur sent umhverfisráðherra hvatningu um að láta ekki svona atburði vaxa sér í augum og vill að eitthvað verði gert í málinu.

Um helgina verður sólseturshátíð á Garðskaga og þangað munu koma þúsundir gesta. Þeir sem fari niður í fjöruna þar sem mengunin er mega búast við því að verða útataðir í olíu.