Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björn undrast viðbrögð Jóhanns
Miðvikudagur 24. september 2008 kl. 20:10

Björn undrast viðbrögð Jóhanns



Þrátt fyrir það sem margir vilja kalla aðför Björns Bjarnasonar að Jóhanni R. Benediktssyni,  undrast Björn viðbrögð Jóhanns, sem sagði upp störfum í dag. Mbl.is hefur það eftir Birni nú í kvöld.
„Ég óska honum og samstarfsmönnum hans, sem nú kveðja embættið, velfarnaðar og þakka þeim samfylgdina síðan 1. janúar 2007 þegar embættið færðist frá utanríkisráðuneyti undir dóms- og kirkjumálaráðuneyti,“ segir Björn ennfremur en sem kunngt er leiddu aðgerðr hans til þess að þrír lykilstarfsmenn lögregluembættisins ákváðu að segja upp störfum ásamt Jóhanni.


Í framhaldi af starfsmannafundi sem haldinn var fyrr í dag sendu félagsmenn Lögreglufélags Suðurnesja frá sér eftirfarandi ályktun:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


,,Félagsmenn Lögreglufélags Suðurnesja eru ósáttir við ákvörðun dómsmálaráðherra um að auglýsa stöðu sitjandi lögreglustjóra lausa til umsóknar án nokkurs tilefnis. Teljum við mikilvægt að hagsmunafélög lögreglumanna, og aðrir sem láta sig málið varða, taki þessa ákvörðun til ítarlegrar skoðunar og kanni réttmæti hennar. Um jafn mikilvæga starfssemi lögreglu og tollgæslu þarf að ríkja sátt og eining. Nauðsynlegt er að að slík starfsemi sé óháð duttlungum einstakra stjórnmálamanna .
Á meðal íbúa og lögreglumanna á Suðurnesjum hefur ríkt víðtæk sátt og ánægja með störf Jóhanns R. Benediktssonar og dapurt er að honum sé ekki gert fært að halda því góða starfi áfram. Jóhann hefur ætíð sýnt félags- og réttindamálum lögreglumanna á Suðurnesjum ótvíræðan og dyggilegan stuðning. Það er mikil eftirsjá af Jóhanni og við kunnum honum bestu þekkir fyrir vel unnin störf. Við óskum Jóhanni gæfu og góðs gengis á nýjum vettvangi.“

Mynd/elg: Frá starfsmannafundinum í dag.