Björn Sæbjörnsson leiðir D-lista í Vogum
D listi Sjálfstæðismanna og óháðra mun bjóða fram í annað skipti til sveitastjórnarkosninga í Vogum í komandi kosningum. Í síðustu kosningum náði framboðið við inn tveimur kjörnum fulltrúum og stefnir að því að gera en betur núna, segir í tilkynningu.
„Á listanum er góð blanda af hæfu fólki á breiðu aldursbili. Ánægjulegt er hversu mikið af ungu fólki var tilbúið að ganga til liðs við okkur og taka á sig ábyrð,“ segir jafnframt í tilkynningunni.
D - listi Sjálfstæðismanna og óháðra
1. Björn Sæbjörnsson, bæjarfulltrúi / sölu- og verslunarstjóri
2. Sigurpáll Árnason, verkefnastjóri
3. Andri Rúnar Sigurðsson, fiskeldisfræðingur
4. Anna Kristín Hálfdánardóttir, nemi í hugbúnaðarverkfræði
5. Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, flugverndarstarfsmaður
6. Kristinn Benediktsson, varabæjarfulltrúi / framkvæmdastjóri
7. Sigurður Árni Leifsson,varabæjarfulltrúi/ söluráðgjafi
8. Drífa Birgitta Önnudóttir, félagsráðgjafi
9. Hólmgrímur Rósenbergsson, bifreiðastjóri
10. Sigurður Gunnar Ragnarsson, kerfisfræðingur
11. Hanna Stefanía Björnsdóttir, starfsmaður á leikskóla
12. Óttar Jónsson, skipstjóri
13. Sigríður A. Hrólfsdóttir, bókari
14. Reynir Brynjólfsson, eldri borgari