Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björn Óli ráðinn forstjóri Keflavíkurflugvallar ohf.
Miðvikudagur 17. september 2008 kl. 16:08

Björn Óli ráðinn forstjóri Keflavíkurflugvallar ohf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stjórn hins opinbera hlutafélags Keflavíkurflugvallar ákvað á fundi sínum í dag að ráða Björn Óla Hauksson sem forstjóra flugvallarins.

Björn Óli er rekstarverkfræðingur að mennt og hefur undanfarin sex ár unnið að uppbyggingu flugmála í Kósóvó sem forstjóri alþjóðaflugvallarins í Pristína og sem verkefnisstjóri þar á vegum Flugmálastjórnar Íslands og Flugstoða. „Hann setti þar á laggir flugmálastjórn Sameinuðu þjóðanna (CARO - UNMIK Civil Aviation Regulatory Office) og hefur því reynslu af að stjórna alþjóðaflugvelli með tilheyrandi faglegri og fjárhagslegri ábyrgð, stefnumótun og málum sem varða skipulag, umhverfi, öryggi og faglegt eftirlit," segir í tilkynningu Keflavíkurflugvallar.

Björn Óli tekur til starfa 1. október. Alls sóttu 55 manns um forstjórastöðuna og var Hagvangi falið að fara yfir umsóknirnar.