Björn lagði Jóhann og embættið í einelti
„Það er óviðunandi að horfa upp á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og lögreglustjórann persónulega verða fyrir stöðugu einelti af hálfu dómsmálaráðherra og helstu ráðgjafa hans. Í því einelti hefur málefnalegum forsendum og faglegum vinnubrögðum verið kastað fyrir róða."
Þetta hefur Fréttablaðið eftir Eyjólfi Kristjánssyni, staðgengli lögreglustjórans á Suðurnesjum. Eyjólfur er einn þeirra þriggja lykilstarfsmanna embættisins sem segja upp störfum ásamt Jóhanni R. Benediktssyni.
Eyjólfur segir það skelfilegt hvernig embættið hafi verið skaðað með ótrúlegum aðgerðum dómsmálaráðherra og ráðgjöfum hans.
Í morgun höfðu rúmlega 1250 manns skráð sig á Facebook síðu sem stofnuð var til stuðnings Jóhanni R. Benediktssyni. Sá fjöldi endurspeglar þá miklu óánægju sem er á Suðurnesjum með aðgerðir Björns Bjarnarsonar, sem margir vilja meina að sé aðför að Jóhanni og embættinu.
VFmynd/elg: Eyjólfur Kristjánsson og Jóhann Benediktsson mæta til starfsmannafundarins í gær.
Tengdar fréttir:
Var embættið vísvitandi fjársvelt?
Björn undrast viðbrögð Jóhanns
Þrír lykilstarfsmenn hætta með Jóhanni
Björn kannast ekki við nein fyrirheit
Verður Sigríður Björk næsti lögreglustjóri?
1000 styðja lögreglustjóra á Facebook
Dómsmálaráðherra beri tilhlýðilega virðingu fyrir störfum Jóhanns
Björn segir Jóhanni lögreglustjóra upp störfum