Fréttir

Björgvin í næstu sérsýningu Rokksafnsins
Fimmtudagur 22. september 2016 kl. 10:48

Björgvin í næstu sérsýningu Rokksafnsins

„Þó líði ár og öld“ er yfirskrift næstu sérsýningar Rokksafns Íslands sem opnar með pompiog prakt þann 12. nóvember nk.

Sýningin um Pál Óskar - Einkasafn poppstjörnu - opnaði í fyrra en það var fyrsta sérsýning Rokksafns Íslands þar sem tiltekinn listamaður eða hljómsveit er sérstaklega tekin fyrir.

Nú er komið að næstu sýningu en það er enginn annar en sjálfur Björgvin Halldórsson. Sýningin, sem hefur hlotið nafnið „ÞÓ LÍÐI ÁR OG ÖLD“ og opnar með pompi og prakt þann 12. nóvember næstkomandi á Rokksafni Íslands og er öllum boðið á opnunina. „Sýningin verður öll hin glæsilegasta og við hlökkum til að sjá þig,“ segir á fésbókarsíðu Rokksafns Íslands.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024