Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitirnar treysta á flugeldasölu
Frá flugeldamarkaði Björgunarsveitarinnar Suðurnes á Holtsgötu í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 29. desember 2016 kl. 14:25

Björgunarsveitirnar treysta á flugeldasölu

– flugeldamarkaðir í öllum sveitarfélögum Suðurnesja

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru með flugeldamarkaði í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Í Grindavík er Þorbjörn með flugeldasölu í björgunarstöðinni og Skyggnir í Vogum selur einnig flugelda í björgunarstöðinni þar. Í Sandgerði er Sigurvon með flugeldasölu í björgunarstöðinni við Sandgerðishöfn. Í Garði sameinast björgunarsveitin Ægir og Kiwanisklúbburinn Hof um flugeldasölu í Þorsteinsbúð.

Stærsti flugeldamarkaður Suðurnesja er við Holtsgötu í Njarðvík þar sem Björgunarsveitin Suðurnes er með aðsetur. Þar hefur stór hópur björgunarsveitarfólks unnið að undirbúningi flugeldasölunnar síðustu daga. Hjá Björgunarsveitinni Suðurnes hefur verið talsvert annríki vegna óveðurs síðustu daga og hópar björgunarsveitarfólks verið á þönum um allan bæ á eftir fjúkandi hlutum. Flugeldasalan var hins vegar klár fyrir opnun í gær þrátt fyrir annríkið.

Flugeldamarkaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes við Holtsgötu er með mikið úrval af flugeldum, allt frá litlum stjörnublysum til skotterta sem innihalda flugeldasýningar sem enginn getur skammast sín fyrir. Eins og fram hefur komið í fréttum þá bjóða björgunarsveitirnar nú lægra verð á flugeldum en áður vegna styrkingar krónunnar og hagstæðari innkaupa.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024