Björgunarsveitir snúa umferð frá Miðnesheiði
Björgunarsveitir eru nú að aðstoða bíla á Miðnesheiði á milli Sandgerðis og Reykjanesbæjar. Eru björgunarsveitarmenn að snúa umferð frá Miðnesheiðinni sem er ófær þessa stundina. Fólk er hvatt til að leggja ekki á veginn milli Sandgerðis og Keflavíkur, þar sem þar er ekkert ferðaveður og mjög blint. Þar sitja bílar einnig fastir.