Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitir kallaðar út vegna elds í fiskiskipi
Laugardagur 21. nóvember 2009 kl. 13:59

Björgunarsveitir kallaðar út vegna elds í fiskiskipi

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar og varðskip Landhelgisgæslunnar voru kölluð út nú um kl. eitt eftir að tilkynnt var um eld í fiskiskipi útaf Sandvík á Reykjanesi.


Björgunarbáturinn Þorsteinn frá Sandgerði var fyrstur á staðinn og kom að skipinu rétt í þann mund er beiðni um aðstoð var afturkölluð. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík var lagður á stað í útkallið og Hannes Þ. Hafstein, sem staðsettur er í Sandgerðishöfn, hafði verið mannaður og var að sleppa landfestum þegar afturköllun kom.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þá er varðskip að sigla framhjá Sandgerði þessa stundina á leiðinni á staðinn.



Mynd úr safni af björgunaraðgerðum utan við Sandvík.