Björgunarsveitir kallaðar út til að hemja þakið á HF-húsunum
Fjölmennt björgunarsveitarlið var kallað út nú undir miðnættið til að hemja þak húsanna sem áður hýstu Hraðfyrstihús Keflavíkur við Hafnargötu. Voru þakplötur teknar að losna og gekk þakið í bylgjum í mesta veðurhamnum sem var síðasta hálftímann fyrir miðnættið. Með því gerði gríðarlegt vatnsveður og var Hafnargatan um tíma á að líta eins og myndarlegur fjallalækur.
Nærliggjandi götum var lokað, þ.e. Vesturgötu og Vesturbraut vegna hættu á fjúkandi þakplötum. Veðrinu slotaði skyndilega eftir miðnættið og er nú unnið að því að festa þakið niður.
VF-mynd: Ellert Grétarsson
Nærliggjandi götum var lokað, þ.e. Vesturgötu og Vesturbraut vegna hættu á fjúkandi þakplötum. Veðrinu slotaði skyndilega eftir miðnættið og er nú unnið að því að festa þakið niður.
VF-mynd: Ellert Grétarsson