Björgunarsveitir kallaðar út til að hemja þakið á HF-húsunum
 Fjölmennt björgunarsveitarlið var kallað út nú undir miðnættið til að hemja þak húsanna sem áður hýstu Hraðfyrstihús Keflavíkur við Hafnargötu. Voru þakplötur teknar að losna og gekk þakið í bylgjum í mesta veðurhamnum sem var síðasta hálftímann fyrir miðnættið. Með því gerði gríðarlegt vatnsveður og var Hafnargatan um tíma á að líta eins og myndarlegur fjallalækur.
Fjölmennt björgunarsveitarlið var kallað út nú undir miðnættið til að hemja þak húsanna sem áður hýstu Hraðfyrstihús Keflavíkur við Hafnargötu. Voru þakplötur teknar að losna og gekk þakið í bylgjum í mesta veðurhamnum sem var síðasta hálftímann fyrir miðnættið. Með því gerði gríðarlegt vatnsveður og var Hafnargatan um tíma á að líta eins og myndarlegur fjallalækur.Nærliggjandi götum var lokað, þ.e. Vesturgötu og Vesturbraut vegna hættu á fjúkandi þakplötum. Veðrinu slotaði skyndilega eftir miðnættið og er nú unnið að því að festa þakið niður.
VF-mynd: Ellert Grétarsson

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				