Björgunarsveitir kallaðar út í nótt til að bjarga vélarvana trillu
Björgunarveitir í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði voru kallaðar út í nótt þar sem tilkynnt var um vélarvana trillu skammt undan landi við Helguvík. Björgunarhraðbátur Björgunarsveitarinnar Suðurnes var þegar mannaður og einnig var björgunarskip sent frá Sandgerði. Sjóstangaveiðibátur var einnig á svæðinu. Einn maður var um borð í vélarvana trillunni.
Útkall barst til björgunarsveita frá Neyðarlínunni rúmlega eitt í nótt og fóru sjóflokkar björgunarsveitanna þegar til starfa. Björgunarsveitin Suðurnes var fljót að manna bát sinn í Grófinni og hélt út að Helguvík. Böndum var komið á trilluna og hún síðan dregin til hafnar í smábátahöfninni í Gróf. Útkall á björgunarsveitir var síðan afturkallað um hálfri klukkustund eftir að fyrsta útkall barst. Þá var björgunarskip frá Sandgerði á leiðinni fyrir Garðskaga.
Lögreglan í Keflavík ræddi við þann sem var á trillunni í nótt en ástæður vélarbilunar liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað.
Mynd: Komið með trilluna til Keflavíkur í nótt. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Útkall barst til björgunarsveita frá Neyðarlínunni rúmlega eitt í nótt og fóru sjóflokkar björgunarsveitanna þegar til starfa. Björgunarsveitin Suðurnes var fljót að manna bát sinn í Grófinni og hélt út að Helguvík. Böndum var komið á trilluna og hún síðan dregin til hafnar í smábátahöfninni í Gróf. Útkall á björgunarsveitir var síðan afturkallað um hálfri klukkustund eftir að fyrsta útkall barst. Þá var björgunarskip frá Sandgerði á leiðinni fyrir Garðskaga.
Lögreglan í Keflavík ræddi við þann sem var á trillunni í nótt en ástæður vélarbilunar liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað.
Mynd: Komið með trilluna til Keflavíkur í nótt. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson