Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitir af Suðurnesjum á gossvæðið
Laugardagur 17. apríl 2010 kl. 18:17

Björgunarsveitir af Suðurnesjum á gossvæðið

Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes eru að undirbúa för austur að gosstöðvunum. Hlutverk sveitarinnar verður m.a. að skrá fólk inn og út af yfirlýstu hættusvæði. Um 160 björgunarsveitarmenn eru í dag að störfum á gossvæðinu, m.a. við dreifingu á rykgrímum og við að aðstoða fólk sem býr á áhrifasvæði öskufalls úr eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Ekki var ljóst nú áðan hvort flokkur frá Björgunarsveitinni Suðurnes færi austur á Hvolsvöll nú í kvöld eða strax í fyrramálið.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd af eldgosinu úr vefmyndavél Mílu. Áferðin svolítið eins og af ljósmyndum af Kötlugosi 1918.