Björgunarsveitir að störfum í hvassviðrinu
Töluvert hefur verið um útköll björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar í dag aðfangadag jóla. Sú veðurspá sem veðurstofan spáði hefur gengið eftir þar sem veður hefur versnað til muna núna eftir hádegi. Björgunarsveitir á suðurlandi, í Vestmanneyjum og á Reykjanesi eru núna að störfum við að aðstoða bíla sem lent hafa út af vegum vegna hálku og hvassviðris en einnig við að festa niður hluti sem hafa farið af stað vegna veðurs. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur landsmenn til að leggja ekki í ferðalög meðan veðrið gengur yfir og fylgjast vel með veðurspá.