Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitir á Suðurnesjum til leitar á höfuðborgarsvæðinu
Miðvikudagur 2. janúar 2008 kl. 10:23

Björgunarsveitir á Suðurnesjum til leitar á höfuðborgarsvæðinu

Björgunarsveitir á Suðurnesjum eru nú að senda mannskap til höfuðborgarsvæðisins til leitar að ungum manni sem skilaði sér ekki heim eftir áramótadansleik í Broadway. Björgunarsveitarmennirnir hafa leitað bæði á sjó og landi auk þess sem notast hefur verið við leitarhunda.

Um tugur leitarmanna er farinn frá Reykjanesbæ og aðrar björgunarsveitir á Suðurnesjum eru einnig að senda leitarflokka.

Pilturinn heitir Jakob Hrafn Höskuldsson, hann er 188 cm á hæð frekar grannur, með dökkt stutt hár.

Hann var klæddur í dökkar buxur, í dökka hettupeysu og var með svarta derhúfu. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um ferðir Jakobs eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024