Björgunarsveitir á Suðurnesjum í viðbragðsstöðu
Lögreglan í Keflavík hefur óskað eftir því að björgunar- og hjálparsveitir á Suðurnesjum verði í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem spáð er að gangi yfir suðvestanvert landið eftir um klukkustund. Nú þegar er verulega farið að hvessa, en gert er ráð fyrir að í vindhviðum fari vindhraði upp í allt að 50 metrum á sekúndu.
Klukkan 13:00 var þessi ljósmynd tekin yfir Innri-Njarðvík og sést hvar skýjabakkinn nálgast Suðurnesin.
Klukkan 13:00 var þessi ljósmynd tekin yfir Innri-Njarðvík og sést hvar skýjabakkinn nálgast Suðurnesin.