Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitin Þorbjörn hlýtur viðurkenningu fyrir björgunarafrek
Laugardagur 17. apríl 2004 kl. 12:54

Björgunarsveitin Þorbjörn hlýtur viðurkenningu fyrir björgunarafrek

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir björgunarstörf í dag. Þetta var ákveðið á sérstökum hátíðarfundi bæjarstjórnar Grindavíkur í dag í tilefni af 30 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkur. Björgunarsveitin hlýtur viðurkenninguna fyrir björgunarafrek þann 23. janúar sl. þegar félagar úr sveitinni björguðu tveimur skipverjum af mótorbátnum Sigurvin GK-61 sem strandaði við innsiglinguna í Grindavíkurhöfn.
Með viðurkenningunni vill bæjarstjórn koma á framfæri velvilja og þakklæti vegna björgunarinnar. „Bæjarstjórn telur að með þessum björgunaraðgerðum hafi félagar í björgunarsveitinni Þorbirni enn einu sinni sannað gildi sveitarinnar og sýnt fram á hversu nauðsynlegt það er fyrir bæjarfélag eins og Grindavík að hafa slíka björgunarsveit starfandi.“ Fá þeir Björn Andrésson, Hlynur Helgason og Vilhjálmur Lárusson sérstaka viðurkenningu frá bæjarstjórn Grindavíkur fyrir björgunarafrekið. Einnig samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum að veita björgunarsveitinni af þessu tilefni eina milljón króna til tækjakaupa.

Myndin: Frá strandsstað við innsiglinguna í Grindavík þar sem Sigurvin GK-61 strandaði í janúar. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024