Björgunarsveitin Suðurnes kemur að rekstri björgunarskips
Björgunarsveitin Suðurnes mun koma að rekstri björgunarskips Slysavarnafélags Íslands sem staðsett er í Sandgerði, ásamt Björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Björgunarskipið, Hannes Þ. Hafstein, er með heimahöfn í Sandgerði. Það er Björgunarbátasjóður Suðurnesja sem rekur skipið og skipa tveir fulltrúar frá hvorri björgunarsveit stjórn sjóðsins.
Björgunarsveitin Suðurnes hefur ekki áður komið að rekstri björgunarskips af þessari stærðargráðu. Sveitin er með stóran harðbotna Atlantic björgnuarbát. Menn horfa björtum augum til útgerðar Hannesar Þ. Hafstein frá Sandgerði.
Skipið hét áður Oddur V. Gíslason og var gert út frá Grindavík. Þar reyndist skipið mjög vel og hefur einnig komið vel út í fyrstu verkefnunum frá Sandgerði.
Mynd: Frá undirritun samkomulags um rekstur björgunarskipsins í Sandgerði í dag. Víkurfréttamynd
Björgunarsveitin Suðurnes hefur ekki áður komið að rekstri björgunarskips af þessari stærðargráðu. Sveitin er með stóran harðbotna Atlantic björgnuarbát. Menn horfa björtum augum til útgerðar Hannesar Þ. Hafstein frá Sandgerði.
Skipið hét áður Oddur V. Gíslason og var gert út frá Grindavík. Þar reyndist skipið mjög vel og hefur einnig komið vel út í fyrstu verkefnunum frá Sandgerði.
Mynd: Frá undirritun samkomulags um rekstur björgunarskipsins í Sandgerði í dag. Víkurfréttamynd