Fimmtudagur 28. ágúst 2003 kl. 12:11
Björgunarsveitin leitar sjálfboðaliða
Björgunarsveitin Suðurnes leitar af sjálfboðaliðum 16 ára og eldri í nýliðastarf, en í Víkurfréttum sem komu út í morgun er birt auglýsing frá sveitinni. Haldinn verður kynningarfundur þann 3. september í björgunarstöðinni við Holtsgötu 51 í Njarðvík og hefst hann kl. 20:00.