Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitin enn að í Grindavík
Þriðjudagur 15. janúar 2008 kl. 14:53

Björgunarsveitin enn að í Grindavík

Félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík eru enn að störfum eftir stórhríðina í gær sem færði allt á kaf í snjó. Verið að er ryðja götur og koma hlutunum í smá saman í horf. Starf björgunarsveitarinnar felst aðallega í almennri aðstoð.

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að þessi stórrhríð sé með því mesta sem menn hafi séð lengi.
„Það er langt síðan við höfum þurft að vera að í tvo heila daga eftir sjókomu. Við byrjuðum klukkan sjö í morgun og erum með tvo bíla að störfum við almenna aðstoð, s.s. að draga fasta bíla,“ sagði Bogi í samtali við VF.
Sjómokstur stendur yfir en hann tekur sinn tíma því fannfergið var mikið. Bogi segir erfitt að koma öllum þessum snjó fyrir þannig að hann sé ekki fyrir vegfarendum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024