ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Björgunarsveitin  Þorbjörn í Grindavík  fagnar 90 ára afmæli
Fannar Jónasson, bæjarstjóri afhenti formanni og varaformanni sveitarinnar veglegan blómvönd í tilefni dagsins. Á hinni myndinni má sjá ankerið og skrúfuna sem eru við húsnæði björgunarsveitarinnar í Grindavík. Mynd: grindavik.is
Fimmtudagur 5. nóvember 2020 kl. 07:17

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fagnar 90 ára afmæli

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, afhenti formanni og varaformanni Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar veglegan blómvönd í tilefni 90 ára afmæli hennar. Á þessum óvenjulegu tímum var lítið um veisluhöld í tilefni þess. Ýmislegt hafði þó verið í undirbúningi sem mun bíða betri tíma þegar takmarkanir vegna sóttvarna verður aflétt.

Þeir Bogi Adolfsson, formaður Slysavarnadeildarinnar, og Helgi Einarsson, varaformaður, hafa báðir unnið í fjölda ára innan deildarinnar. Þeir voru sammála um að vinnan í þágu deildarinnar væri áhugamál og lítil kvöð þó það hafi alveg komið upp í kollinn þeirra hvers vegna þeir væru hreinlega að þessu. Alltaf myndi félagsskapurinn og það að vinna í þágu samfélagsins með þessum hætti drífa þá áfram. Það væri virkilega gaman að starfa innan deildarinnar og félagsskapurinn þar sé mjög góður.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Á spjalli við þá félaga barst í tal fyrsta strandið sem sveitin kom að en hún vann mikið björgunarafrek þegar sveitin bjargaði 38 manna áhöfn af CAP FAGNET þegar það strandaði við Hraun í mars 1931. Var þá fluglínutækið notað í fyrsta sinn við björgun hér á landi. Það sem margir kannski ekki vita er að bæði skrúfa og varaskrúfa skipsins eru staðsettar fyrir framan hús deildarinnar en þeim var náð á land eftir um áttatíu ár í sjónum. Þar má sjá hvernig skrúfan hefur farið þegar bátinn rak upp í fjöruna. Þar má líka finna ankerið en það kom fyrr á land en aðalskrúfan, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25