Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitarmönnum boðið í Bláa lónið
Mánudagur 3. maí 2010 kl. 10:52

Björgunarsveitarmönnum boðið í Bláa lónið

Bláa Lónið býður öllum björgunarsveitarmönnum sem hafa tekið þátt í björgunarstörfum í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli í Bláa Lónið ásamt fjölskyldum. Alls hafa um 430 björgunarsveitarmenn af landinu öllu tekið þátt í þessu mikilvæga verkefni.


Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa Lóninu, færði Slysavarnafélaginu Landsbjörgu boðskortin fyrir þessa öflugu sveit og fjölskyldur þeirra. Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri SL, tók við boðskortunum í aðalstöðvum Landsbjargar í gær. Við þetta tækifæri lýsti Kristinn yfir ánægju sinni með framtakið og sagði að boðið kæmi að góðum notum enda hefði álag verið mikið á sjálfboðaliðum félagsins undanfarin misseri, ekki síst þeim sem staðið hafa eldgosavaktina. „ Viljum við koma á framfæri góðum þökkum til Bláa Lónsins fyrir að sýna þakklæti sitt í verki á þennan hátt.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bláa Lónið hefur um árabil átt ómetanlegt samstarf við björgunarsveitir á Suðurnesjum sem hafa komið að þjálfun starfsfólks baðstaðarins um það hvernig bregðast á við slysum og annarri vá sem getur steðjað að. Með þessu vill Bláa Lónið koma framfæri þakklæti til björgunarsveitanna og fjölskyldna þeirra fyrir gott samstarf og ómetanlegt framlag þeirra í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli . „Vinna þeirra hefur vakið athygli og við sem störfum í ferðaþjónustunni erum afar þakklát þar sem það skiptir miklu máli gagnvart umheiminum að sýna í verki Íslendingar bregðast skjótt og rétt við erfiðum aðstæðum,“ sagði Dagný Hrönn á vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar.


Mynd og texti af vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar.