Mánudagur 12. nóvember 2012 kl. 07:20
Björgunarsveit kölluð út í Grindavík
Lögreglan á Suðurnesjum er búin að kalla út Björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík. Þar eru þakplötur byrjaðar að losna. Bálhvasst er á Suðurnesjum og biður lögregla fólk um að fara varlega en þar á að vera mjög hvasst fram að hádegi.