Björgunarsveit í Grindavík kölluð út vegna foks
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út nú rétt áðan til að hefta fok á einangrunarplasti sem var tekið að fjúka frá byggingu við Seljabót í Grindavík. Að sögn lögreglu er plastið á víð og dreif um stórt svæði.
Lítið tjón virðist hafa orðið í veðrinu sem gekk yfir í nótt og morgun. Þó eru smáhlutir víða komnir á annan stað en skilið var við þá í gær. Fánar sem tengjast umferðarátaki í Reykjanesbæ og var flaggað í fjölmörgum ljósastaurum virðast ekki hafa þolað álagið og ástand þeirra víða eins og sést á meðfylgjandi mynd.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Lítið tjón virðist hafa orðið í veðrinu sem gekk yfir í nótt og morgun. Þó eru smáhlutir víða komnir á annan stað en skilið var við þá í gær. Fánar sem tengjast umferðarátaki í Reykjanesbæ og var flaggað í fjölmörgum ljósastaurum virðast ekki hafa þolað álagið og ástand þeirra víða eins og sést á meðfylgjandi mynd.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson