Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Björgunarsveit aðstoðaði í ófærð
Þriðjudagur 27. desember 2011 kl. 09:19

Björgunarsveit aðstoðaði í ófærð

Björgunarsveitin Suðurnes var kölluð út í nótt vegna ökumanna sem lentu í vandræðum vegna ófærðar. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var það helst á Reykjanesbraut sem bílar fóru út af og einn á Grindavíkurvegi. Engin slys urðu á fólki.

Rúta fór út af á Reykjanesbraut í nótt en engir farþegar voru í rútunni. Að sögn lögreglunnar er þokkaleg færð í Reykjanesbæ. Mikill skafrenningur var í nótt, sérstaklega á Ásbrú. Björgunarsveitin var að frá því um miðnætti og til klukkan um fjögur í nótt, segir á mbl.is


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024