Föstudagur 6. febrúar 2004 kl. 10:59
Björgunarsveit aðstoðaði á Grindavíkurvegi
Laust fyrir miðnætti í gær var björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavik kölluð út vegna ófærðar á Grindavíkurvegi. Aðstoðuðu björgunarsveitarmenn vegfarendur fram eftir nóttu en töluverð ófærð var á veginum vegna fannfergis.