SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason í aðgerðum suður af Grindavík
Mánudagur 26. maí 2025 kl. 12:40

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason í aðgerðum suður af Grindavík

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boðað áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Odds V. Gíslasonar í Grindavík, út í morgun klukkan tuttugu mínutur yfir tíu.

Lítill fiskibátur var þá í vandræðum um þrjár sjómílur suður af Hópsnesi, naut ekki vélarafls og óskaði aðstoðar við að draga bátinn til lands.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Oddur V. Gíslason með fimm manns í áhöfn, var kominn á staðinn og taug kominn á milli björgunarskips og báts á tólfta tímanum og er björgunarskipið nú á heimleið með fiskibátinn í togi. Verður hann dreginn til hafnar í Grindavík og áætlar komu þangað um eitt leitið.

Oddur V Gíslason er eitt af eldri skipum björgunarskipaflota Slysavarnafélagsins og vegna þeirrar óvissu sem er uppi um starfsemi og byggð í Grindavík, er það síðast í endurnýjunar röð björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Fimmta skipið í því verkefni er komið á flot í Finnlandi og verður afhent Hornfirðingum í næsta mánuði.


Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025