Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarskipið í Grindavík í annað útkall
Miðvikudagur 26. febrúar 2003 kl. 17:05

Björgunarskipið í Grindavík í annað útkall

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason, sem var að draga bátinn Draupni marrandi á hvolfi í kafi til lands, varð að hætta að draga bátinn og fara í annað útkall. Óljósar fréttir hafa borist af báti í vandræðum um 18 sjómílur suður af Grindavík. Björgunarskipið var sent þangað, en slagsíða mun hafa verið komin á bát á þeim slóðum. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta er þungur sjór suður af Grindavík.

Nýjar staðfestar upplýsingar segja okkur að björgunarskipið sé nú að fylgja Hælsvík GK til hafnar í Grindavík. Tveir menn eru um borð í Hælsvík og töluverð slagsíða er á henni. Bátarnir eru nú um fimm sjómílur suður af Hópsnesinu við Grindavík.Við fylgjumst með fréttum áfram hér á vef Víkurfrétta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024