Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 6. janúar 2004 kl. 21:25

Björgunarskip sent á sjó í aðflugslínu farþegaþotunnar

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út í viðbragðsstöðu kl 19:51 í kvöld vegna farþegaflugvélar sem var að koma inn til lendingar í Keflavík með bilaðan hreyfil.  Flugvélin var á leið frá Frankfurt til Washington með 249 manns innanborðs.  Samkvæmt skipulagi hélt björgunarskipið Oddur V. Gíslason úr höfn áleiðis að aðflugsleið vélarinnar, sem var skammt vestan við Grindavík, en aðrir félagar sveitarinnar voru í viðbragðsstöðu í björgunarstöðinni.  Vélin lenti heilu og höldnu kl 20:15 og var Oddi V. Gíslasyni þá snúið til hafnar. 18 manns tóku þátt í aðgerðum sveitarinnar, þar af var 6 manna áhöfn á björgunarskipinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024