BJÖRGUNARSKIP SANNAR GILDI SITT
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason sannaði gildi sitt svo sannarlega í síðustu viku þegar Eldhamar GK 13 varð vélarvana við Krýsuvíkurbjarg og átti skammt eftir upp í bjargið. Áhöfn björgunarskipsins kom taug í Eldhamar og gat dregið hann frá bjarginu. Sighvatur GK tók síðan við tauginni og kom með Eldhamar í togi til Grindavíkur.Björgunarskipið Oddur V. Gíslason hefur enn ekki hlotið fullgildingu hér á landi en aðspurðir sögðu björgunarmenn að þarna hafi menn verið í hættu á Eldhamri og því ekki un annað að ræða en fara á björgunarskipinu til hjálpar. Björgunarskipið hefur áratuga reynslu ytra og með þessum fyrsta leiðangri hér við land hefur Oddur V. Gíslason sannað gildi sitt. Áhöfn Eldhamars GK sagðist þakklát björgunarmönnum sínum.