Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 19. febrúar 1999 kl. 19:18

BJÖRGUNARSKIP SANNAR GILDI SITT

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason sannaði gildi sitt svo sannarlega í síðustu viku þegar Eldhamar GK 13 varð vélarvana við Krýsuvíkurbjarg og átti skammt eftir upp í bjargið. Áhöfn björgunarskipsins kom taug í Eldhamar og gat dregið hann frá bjarginu. Sighvatur GK tók síðan við tauginni og kom með Eldhamar í togi til Grindavíkur. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason hefur enn ekki hlotið fullgildingu hér á landi en aðspurðir sögðu björgunarmenn að þarna hafi menn verið í hættu á Eldhamri og því ekki un annað að ræða en fara á björgunarskipinu til hjálpar. Björgunarskipið hefur áratuga reynslu ytra og með þessum fyrsta leiðangri hér við land hefur Oddur V. Gíslason sannað gildi sitt. Áhöfn Eldhamars GK sagðist þakklát björgunarmönnum sínum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024