Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Björgunarskip fékk í skrúfuna
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 17. febrúar 2020 kl. 04:21

Björgunarskip fékk í skrúfuna

Nú er verið að draga bát sem varð vélarvana undan Vogum á Vatnsleysuströnd til Hafnarfjarðar. Togarinn Sóley Sigurjóns GK er með bátinn í togi.

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein fékk dráttartóg í skrúfuna utan við Njarðvík þegar hann átti að taka við vélarvana bátnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðstæður voru erfiðar, þungur sjór, sterkur straumur og mikill vindur þannig að skipstjórinn á Sóley Sigurjóns GK treysti sér ekki til hafnar í Njarðvík og Keflavík og ákvað að taka stefnuna á Hafnarfjörð.

Einn maður var um borð í vélarvana bátnum en björgunarsveitarmaður var kominn um borð í bátinn til hans. Ekki var talið þorandi að flytja skipverjann á milli báta en hann var sagður örmagna af þreytu eftir björgunaraðgerðir næturinnar.

Aðstæður til björgunarstarfa voru mjög erfiðar og lentu slöngubátar björgunarsveita í vandræðum í mikilli ölduhæð.