Björgunarskip á vettvangi í Grindavík
 Skipið Súlan EA situr fast í innsiglingunni í Grindavíkurhöfn eftir að hafa siglt vestur úr leiðarmerkjum. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var komið á vettvang nokkrum mínútum eftir að Súlan strandaði og kom taug í skipið en náði ekki að losa skipið af strandstað.
Skipið Súlan EA situr fast í innsiglingunni í Grindavíkurhöfn eftir að hafa siglt vestur úr leiðarmerkjum. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var komið á vettvang nokkrum mínútum eftir að Súlan strandaði og kom taug í skipið en náði ekki að losa skipið af strandstað.
Hafsögubátur er einnig komið á vettvang, en að sögn sjónarvotta sem Víkurfréttir höfðu samband við var lítil hætta á ferðum fyrir þá 13 skipverja sem eru um borð. Veður er skaplegt á vettvangi en þó er hætt við því að erfitt geti reynst að losa skipið ef ekki fer að ganga bráðlega því nú fer að fjara út.
Nánar síðar...


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				