Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Björgunarskip á vettvangi í Grindavík
Föstudagur 7. desember 2007 kl. 10:37

Björgunarskip á vettvangi í Grindavík

Skipið Súlan EA situr fast í innsiglingunni í Grindavíkurhöfn eftir að hafa siglt vestur úr leiðarmerkjum. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var komið á vettvang nokkrum mínútum eftir að Súlan strandaði og kom taug í skipið en náði ekki að losa skipið af strandstað.

Hafsögubátur er einnig komið á vettvang, en að sögn sjónarvotta sem Víkurfréttir höfðu samband við var lítil hætta á ferðum fyrir þá 13 skipverja sem eru um borð. Veður er skaplegt á vettvangi en þó er hætt við því að erfitt geti reynst að losa skipið ef ekki fer að ganga bráðlega því nú fer að fjara út.

 

Nánar síðar...

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024