Björgunarafrek í Grindavík
Félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík unnu mikið björgunarafrek um hádegisbil í dag þegar þeir björguðu tveimur skipverjum af netabátnum Sigurvini GK sem fórst utan við innsiglinguna í Grindavík. Mikið brim var fyrir utan brimvarnargarðinn þegar mönnunum var bjargað og með miklu snarræði tókst að bjarga mönnunum um borð í lítinn slöngubát við eystri hafnargarðinn. Mennirnir voru báðir fluttir á Landspítala Háskólasjúkrahús en þeir voru báðir mjög kaldir og þrekaðir þegar þeim var bjargað. Annar mannanna fékk að fara af sjúkrahúsi um miðjan dag, en ekki er víst hvort hinn maðurinn fær að fara heim í dag.
SKOÐA MYNDASYRPU FRÁ SLYSSTAÐ
VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Félagar úr björgunarsveitinni Þorbirni vinna að því að ná Sigurvini GK á land í dag.