Björgun Guðrúnar Gísladóttur hefst á laugardag
„Við höfum fengið tryggingar fyrir því að björgun skipsins hefjist af fullum krafti nk. laugardag, 18. janúar," segir Henry Bertheussen, fulltrúi Mengunarvarna Noregs við norska netfréttamiðilinn Avisa Nordland í dag, en þar kemur fram að björgunarmenn Guðrúnar Gísladóttur KE hafi samið við nýtt björgunarfyrirtæki.
„Eins og við metum málið þá er kostnaðarminna að hífa togarann upp á yfirborðið með olíuna um borð," segir Henry Bertheussen við Avisa Nordland. Hann segir það ekki hlut stofnunarinnar að leggja mat á kostnað eða hvort fulltrúum Íshúsfélags Njarðvíkur hafi tekist að útvega sér nógu háar tryggingar til að mæta kostnaði.
Fram kemur í netmiðlinum, að íslensku björgunaraðilarnir hafi skrifað undir samning við björgunarfyrirtækið Seløy Undervannservice, sem er með aðsetur í Herøy við Álasund. Séu starfsmenn Riise Underwater Engineering, sem unnu fyrir Njarðvíkinga þar til peninga þraut í síðustu viku, teknir til við að pakka búnaði sínum í Leknes saman.
Fulltrúi Seløy Undervannservice segir fyrirtæki sitt tryggja sig fyrir þátttöku í björgun Guðrúnar af hafsbotni. Það taki ekki afstöðu til þess hvort fimm milljónir norskra króna dugi fyrir kostnaði við að koma hinu 71 metra langa skipi á flot, eins og bankatrygging Íshúsfélagsins frá í gær hljóði upp á.
Vitnar blaðið til ummæla Ásgeirs Loga Ásgeirssonar, sem stjórnar aðgerðum við Leknes, í síðustu viku þar sem hann sagðist álíta að það myndi kosta tvöfalt meira að klára verkið. Sömuleiðis hefur netmiðilinn eftir stjórnanda Riise-fyrirtækinu, að 10 milljónir norskra sé lágmarkskostnaður við það sem eftir er að gera til að koma Guðrúnu á flot.
Segir á vef Morgunblaðsins!
„Eins og við metum málið þá er kostnaðarminna að hífa togarann upp á yfirborðið með olíuna um borð," segir Henry Bertheussen við Avisa Nordland. Hann segir það ekki hlut stofnunarinnar að leggja mat á kostnað eða hvort fulltrúum Íshúsfélags Njarðvíkur hafi tekist að útvega sér nógu háar tryggingar til að mæta kostnaði.
Fram kemur í netmiðlinum, að íslensku björgunaraðilarnir hafi skrifað undir samning við björgunarfyrirtækið Seløy Undervannservice, sem er með aðsetur í Herøy við Álasund. Séu starfsmenn Riise Underwater Engineering, sem unnu fyrir Njarðvíkinga þar til peninga þraut í síðustu viku, teknir til við að pakka búnaði sínum í Leknes saman.
Fulltrúi Seløy Undervannservice segir fyrirtæki sitt tryggja sig fyrir þátttöku í björgun Guðrúnar af hafsbotni. Það taki ekki afstöðu til þess hvort fimm milljónir norskra króna dugi fyrir kostnaði við að koma hinu 71 metra langa skipi á flot, eins og bankatrygging Íshúsfélagsins frá í gær hljóði upp á.
Vitnar blaðið til ummæla Ásgeirs Loga Ásgeirssonar, sem stjórnar aðgerðum við Leknes, í síðustu viku þar sem hann sagðist álíta að það myndi kosta tvöfalt meira að klára verkið. Sömuleiðis hefur netmiðilinn eftir stjórnanda Riise-fyrirtækinu, að 10 milljónir norskra sé lágmarkskostnaður við það sem eftir er að gera til að koma Guðrúnu á flot.
Segir á vef Morgunblaðsins!