Björgun Guðrúnar Gísladóttur gengur vel
Búið er að ganga frá 1 af þeim 7 tönkum sem verða notaðir til að lyfta togskipinu Guðrúnu Gísladóttur upp á yfirborðið. Fyrir viku var henni komið á réttan kjöl og voru þá notaðir 5 þessara tanka. Tankarnir eru fyrst fylltir af sjó og þeim sökkt; þeir síðan festir við skipið, tæmdir og blásið í þá lofti.
Haukur Guðmundsson, sem stendur fyrir björgun Guðrúnar, segir að ef allt gangi vel verði búið að lyfta skipinu eftir 2 vikur. Hann segir menn mjög jákvæða eftir að náðist að koma Guðrúnu á réttan kjöl en þá sást að hún var ekki mikið skemmt. Skipið liggur nú á 40 metra dýpi og verður lyft í áföngum. Þegar það verður komið grynnra fer verkið að ganga hraðar, segir Haukur, því þá verður hægt að lengja þann tíma sem kafarar geta unnið niðri við skipið, segir á fréttavef RÚV.
Haukur Guðmundsson, sem stendur fyrir björgun Guðrúnar, segir að ef allt gangi vel verði búið að lyfta skipinu eftir 2 vikur. Hann segir menn mjög jákvæða eftir að náðist að koma Guðrúnu á réttan kjöl en þá sást að hún var ekki mikið skemmt. Skipið liggur nú á 40 metra dýpi og verður lyft í áföngum. Þegar það verður komið grynnra fer verkið að ganga hraðar, segir Haukur, því þá verður hægt að lengja þann tíma sem kafarar geta unnið niðri við skipið, segir á fréttavef RÚV.