Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgun Fjordvik gekk vel
Föstudagur 9. nóvember 2018 kl. 22:34

Björgun Fjordvik gekk vel

Vel gekk að flytja flutningaskipið Fjordvik til Keflavíkurhafnar en það var dregið af strandstað í Helguvík í kvöld. Dráttarbátar náðu því af stað um kl. 19 á háflóði. „Ég er mjög ánægður hvað allt gekk vel og vil bara þakka öllum sem komu að framkvæmdinni sem var ekki einföld,“ sagði Halldór Karl Hermansson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar eftir vel heppnað björgun.
Skipið verður í Keflavíkurhöfn í einhverja daga þangað til það verður dregið til Hafnarfjarðar þar sem það verður sett í flotkví að sögn Halldórs.
Mikill fjöldi manns fylgdist með aðgerðum en siglingin frá Helguvík til hafnar í Keflavík gekk mjög vel og varði aðeins um klukkustund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá komu skipsins til Keflavíkurhafnar sem sjá mátti í beinni útsendingu á Facebook síðu VF.