Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björg tekur við af Þorsteini í Grindavík
Föstudagur 11. nóvember 2016 kl. 10:15

Björg tekur við af Þorsteini í Grindavík

- Nýr sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs

Björg Erlingsdóttir hefur verið ráðin sviðstjóri frístunda- og menningarsviðs hjá Grindavíkurbæ. Hún tekur við starfinu af Þorsteini Gunnarssyni, sem á dögunum var ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps.

Björg fæddist í Reykjavík árið 1970 og ólst upp á Akureyri frá 1973. Hún er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og er með BA-próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands og master ásamt sérnámi í safnafræðum frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Þá er hún einnig með diplómapróf MPA frá HÍ í opinberri stjórnsýslu. 
Björg hefur undanfarin ár verið sviðsstjóri miðlunarsviðs Listasafns Íslands en áður var hún í sjö ár á Höfn í Hornafirði sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, framkvæmdastjóri Jöklasýningar og Jöklaseturs, auk þess að vera einn af framkvæmdastjórum sveitarfélagsins. Menningarmál, atvinnumál, ferðaþjónusta og félagsmiðstöð heyrðu undir hennar starf fyrir austan. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á vef Grindavíkurbæjar segir að ljóst sé að í Björgu fái bæjarfélagið í sínar raðir öflugan starfsmann með fjölbreyttan bakgrunn á menningar- og stjórnsýslusviði.