Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hlaut hvatningarverðlaunin
Karen Sturlaugsson stjórnandi bjöllukórsins og Haraldur Á. Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með Elínrósu Bjarnadóttur, formanni fræðsluráðs.
Fimmtudagur 3. september 2015 kl. 09:26

Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hlaut hvatningarverðlaunin

Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hlaut Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar 2015 en verðlaunin voru afhent í bíósal Duus-húsa sl. fimmtudag. Kórinn hlaut 100 þús. kr. peningaverðlaun.
Átta aðilar voru tilefndir EN Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar eru ætluð kennurum, kennarahópum og starfsmönnum í leikskólum,  grunnskólum og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Verðlaunin eru veitt  fyrir starf eða verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til  eftirbreytni.

Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefur s.l. þrjú ár tekið þátt í jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og verið þar eitt af aðalatriðum tónleikanna. Sinfóníuhljómsveitin hefur óskað eftir þátttöku Bjöllukórsins að nýju á jólatónleikum 2015 og er það mikill heiður fyrir Tónlistarskólann og Reykjanesbæ. Stjórnandi Bjöllukórsins er Karen J. Sturlaugsson.

Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar mun í lok júní halda til Bandaríkjanna til þátttöku í stóru bjöllukóramóti í Boston en mun sömuleiðis fara til New York  og mun taka þátt í umfangsmiklum  tónleikum ásamt sinfóníuhljómsveit, kór og barnakór í einu virtasta tónleikahúsi heims, Carnegie Hall.  Tónleikarnir eru haldnir á vegum Yale University.  Þetta er einstök viðurkenning, mikill heiður og einstakt tækifæri fyrir Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

„Tilgangur Hvatningarverðlaunanna er að veita áhugaverðum skólaverkefnum í Reykjanesbæ eftirtekt. Og hvetja þannig til þróunar og nýbreytni í skólasamfélaginu. Verkefnin sem þið eruð tilnefnd fyrir sýna svo ekki verður um villst að það er af nógu að taka í þeim efnum. Þau bera vott um fjölbreytni, frumkvæði og fagmennsku en einnig um gagnrýna og skapandi hugsun. En sköpunin er að mínu viti einn mikilvægasti þátturinn í öllu skólastarfi,“ sagði Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tilnefningar:
Guðbjörg Ingimundardóttir. Uppbygging Eikarinnar í Holtaskóla
Guðbjörg er tilnefnd vegna aðkomu hennar að uppbyggingu Eikarinnar sem er einhverfudeild í Holtaskóla.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Uppsetning óperunnar  Brúðkaup Fígarós eftir W.A. Mozart.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, í samvinnu við Óperufélagið Norðuróp og Hljómahöll, setti óperuna upp og sýndi fjórum sinnum núna í vor, við góðar undirtektir.

Njarðvíkurskóli. Vinaliðar.
Njarðvíkurskóli fór í apríl 2015 af stað með svokallað vinaliðaverkefni. Verkefnið gengur út á að hvetja nemendur til  meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum og skapa betri  skólaanda. Þannig sjá vel valdir nemendur í 3. til 6. bekk skólans um leiki sem eiga að höfða til allra krakka á fyrstu skólastigum.

Foreldrar og börn leikskólans Tjarnarsels. Umbreyting útisvæðis leikskólans Tjarnarsels.
Síðastliðin tvö ár hafa börn, foreldrar, starfsfólk, afar og ömmur, fyrrum nemar í Tjarnarseli og aðrir velunnarar leikskólans lyft grettistaki í umbreytingu útisvæðis leikskólans.
Haldnir hafa verið fjórir vinnudagar þar sem mikill fjöldi foreldra  og barna hafa mætt og unnið sjálfboðastarf hvort sem er að smíða, sópa, gróðursetja, steypa, hanna og margt fleira.

Gísli Kjartansson. Hönnun og smíði í Akurskóla.
Gísli er frábær kennari sem hefur hæfileika til þess að vekja áhuga nemenda og metnað fyrir hönnun og smíði. Hann hefur staðið fyrir  fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum. Nemendur í Akurskóla  hafa í ófá skipti lýst fyrir foreldrum sínum ánægju sinni með  verkefnin og eiginleikum Gísla. Þau lýsa honum sem frábærum kennara, skemmtilegum og góðum við börn.

Leikskólinn Gimli. Þróunarverkefnið „Leikur að læra“
Gísli er frábær kennari sem hefur hæfileika til þess að vekja áhuga nemenda og metnað fyrir hönnun og smíði. Hann hefur staðið fyrir  fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum. Nemendur í Akurskóla
hafa í ófá skipti lýst fyrir foreldrum sínum ánægju sinni með  verkefnin og eiginleikum Gísla. Þau lýsa honum sem frábærum  kennara, skemmtilegum og góðum við börn.

Kennararnir Lóa Rut Reynisdóttir og Marsibil Lillý Guðlaugsdóttir í Holtaskóla. Kennsla á yngsta stigi.
Vinnubrögð Lóu Rutar og Marsibilar Lillýjar einkennast af skýrum kennsluáætlunum og góðu upplýsingaflæði til foreldra. Í hverri  viku sendu þær heim Föstudagsbréf. Öll heimavinna var skráð í
Mentor ásamt upplýsingum til foreldra. Heimavinnan var  markviss og skapaði samfellu í þjálfun yfir skólaárið. Það getur verið erfitt fyrir börn að fara úr umhverfi þar sem  kennsluaðferðin, leikurinn, er í hávegum hafður, yfir í vinnubókarkennslu. Þessum þætti hafa Lóa og Lillý náð
fullkomlega. Þær hafa boðið upp á fjölbreytta kennslu með ólíkri  nálgun á alla þætti skólastarfsins.

Gunnar Valdimarsson kennari í Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Kennsla í áfanganum SSM 106, smíðasmiðja í FS.
Í vinnu sinni með nemendum sem hafa flosnað upp út námi hefur  hann verið að gera frábæra hluti. Hann nær vel til nemendanna með því að finna áhugaverð verkefni. Við hér á Heiðarseli fengum beiðni frá þeim um hvort okkur vantaði ekki einhver leikföng sem þau ætluðu að smíða fyrir
okkur. Við sendum inn nokkrar hugmyndir til þeirra og viti menn,  nokkrum mánuðum seinna kom hópurinn með fjölda gjafa til okkar; bíla, dúkkurúm, gröfur og fleira sem var smíðað bæði úr tré
og járni. Börnunum í leikskólanum fannst frábært að fá þessar  gjafir sem hafa verið mikið notaðar og enn skemmtilegra að þetta var ekki keypt úti í búð heldur voru þetta krakkar úr
Fjölbrautaskólanum sem smíðuðu hlutina handa þeim. Síðan við fengum gjafirnar frá þeim hafa  allir leikskólar á Suðurnesjum fengið slíkar gjafir og núna í vor fengu leikskólinn Gimli í Reykjanesbæ og leikskólarnir í Grindavík gjafir frá þeim.

Hanna Rúna Kristínardóttir, Ragna Finnsdóttir og Sigurbjörg Ásdís Snjólfsdóttir. Fjölbreyttir kennsluhættir í 4. bekk í Akurskóla.
Kennarar í 4. bekk beita mjög fjölbreyttum kennsluháttum, samþætta námsefni og eru með þemanám auk mikillar útikennslu.
Á skólaárinu hafa þær haldið vel utan um nemendahópinn og séð til þess að hver einstaklingur nái að blómstra út frá sínum forsendum. Verkefnin hafa verið mjög fjölbreytt, m.a. hafa nemendur unnið að þema um fjöll á Íslandi með tilheyrandi verkefnum í hópum og einstaklingsverkefnum. Þá hafa hóparnir þeirra unnið skemmtileg verkefni í tengslum við íslenska þjóðhætti og gamla tíma.

Gísli Kjartansson - Hönnun og smíði í Akurskóla.
Mikill metnaður hefur verið lagður í verk nemenda í hönnun og smíði undir stjórn Gísla í vetur. Nemendur Gísla hafa verið ákaflega ánægð með verkefnin sín sem hafa verið fjölbreytt, nytsamleg og falleg. Nemendur unnu við skemmtilega hljóðfæragerð í vali í 8. – 10. bekk. Smíðavinna var á útikennslusvæði Akurskóla, Narfakotsseylu, þar sem nemendur og
Gísli smíðuðu bekki og borð í samvinnu, sem nýtist vel í útikennslu fyrir alla nemendur skólans. Gísli hefur sýnt einstakan metnað fyrir skapandi skólastarfi, þar sem meðal annars hefur  verið lögð áhersla á að nemendur vinni fyrir utan hina hefðbundnu skólastofu í náttúrunni.

Helga Lára Haraldsdóttir og stjórnendur Akurskóla. Rauðhöfði – listaverk á lóð skólans.
Nemendur og myndlistarkennari hafa unnið að listaverkinu Rauðhöfða allt frá hugmynd að lokaverki. Verkefnið hefur fengið nemendur til að sýna sögunni um hvalinn Rauðhöfða áhuga og þar  sem að þau taka þátt í að gera listaverkið fallegt þá virða þau það. Áhugi Helgu Láru á að gera listaverk af slíkri stærðargráðu með nemendum er til fyrirmyndar.

Agnes Ásgeirsdóttir, Ester Inga Alfreðsdóttir og Katrín Jóna Ólafsdóttir. Samþætt kennsla með áherslu á byrjendalæsi.
Öflug samvinna þeirra Agnesar, Esterar og Katrínar, þar sem allar námsgreinar eru samþættar með áherslu á byrjendalæsi, eiga skilið tilnefningu til hvatningarverðlauna fræðsluráðs 2015.

Gróa Axelsdóttir, Sigurbjörg Róbertsdóttir og Sólveig Silfá Karlsdóttir, skólastjórnendur Akurskóla.
Nýbreytni í skólastarfi.

Skólastjórnendur Akurskóla standa fyrir breytingum á hefðbundnum viðburðum eins og skólaslitum og skólasetningu. Þá hafa stjórnendur Akurskóla staðið fyrir nýjungum í uppsetningu og skipulagi valgreina. Bæði er valið rafrænt og allt aðgengilegt á heimasíðu skólans. Það er mjög áhugavert að fylgjast með slíkum nýjungum og eru þær allar með þarfir nemenda og foreldra í huga
og að auðvelda þeim sem eru með mörg börn á sitt hvoru aldursstiginu í skólanum.

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur. Námsefnið / Lærum og leikum með hljóðin.
Bryndís á heiður skilið fyrir framgöngu sína í fræðslu- og menntamálum í Reykjanesbæ. Námsefnið Lærum og leikum með hljóðin er til fyrirmyndar. Það eru forréttindi að fá fræðslu og kynningu á efninu frá höfundi, sem veitt hefur faglega ráðgjöf til leikskólakennara og sérkennslustjóra með nákvæmri eftirfylgni.

Leikskólinn Hjallatún.  Í hringekju eru allir snjallir.
Verkefnið hlaut styrk frá Manngildissjóði og Barnavinafélaginu Sumargjöf fyrir ári síðan, en hefur verið í framkvæmd síðan árið 2012. Verkefnið er margþætt og yfirgripsmikið.