Bjögunarsveitir virkjaðar vegna veðurs og færðar
Snjóruðningstæki getur ekki rutt Grindavíkurveg þar sem bifreiðar eru fastar á veginum. Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa verið settar í viðbragðsstöðu vegna veðurs en núna er að bresta á með snjókomu og vindi, þannig að færð getur auðveldlega orðið þung.
Þá á starfsfólk Bláa lónsins erfitt með að komast frá vinnustað sínum og Norðurljósavegur, sem liggur að Bláa lóninu, er orðinn þungfær og skyggni er lítið vegna skafrennings.