Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Bjóða sand til hálkuvarna
Þriðjudagur 8. desember 2020 kl. 16:52

Bjóða sand til hálkuvarna

Umhverfissvið Reykjanesbæjar býður bæjarbúum upp á „sand í fötu“ í vetur. Starfsmenn umhverfissviðs hafa sett sandhrúgur á nokkra staði í Reykjanesbæ svo íbúar geti náð sér í sand til að hálkuverja innkeyrslur og sín nærsvæði.

Hægt er að nálgast sand úr sandhrúgum á sex stöðum í Reykjanesbæ, sem merktir eru með rauðum punktum á yfirlitskorti:

  • Á stórbílaplaninu við Heiðarveg
  • Á planinu við Reykjaneshöll
  • Á planinu við leikskólann Holt
  • Á plani “Top of the Rock” Grænásbraut 920 á Ásbrú
  • Á planinu við Unnarsdal
  • Á planinu við félagsheimilið í Höfnum
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25