Þriðjudagur 29. desember 2015 kl. 15:29
Bjóða sand til hálkuvarna
Reykjanesbær býður bæjarbúum sand í fötu nú þegar svellbunkar eru víða um bæinn. Hægt er að nálgast sandinn á fjórum stöðum í bænum. Á plani við Heiðarberg, við Reykjaneshöll, við Þrastartjörn og á malarplani við Valhallarbraut á Ásbrú.