Fréttir

Bjóða nýliðum til kynningar á fimmtudagskvöld
Björgunarsveitarfólk á æfingu með TF-LÍF. Mynd: Guðmundur Helgi
Þriðjudagur 1. september 2015 kl. 16:04

Bjóða nýliðum til kynningar á fimmtudagskvöld

Nýliðakynning hjá Björgunarsveitinni Suðurnes verður haldin fimmtudaginn 3. september kl, 20:00 í húsnæði björgunarsveitarinnar á Holtsgötu 51 í Njarðvík.

Þjálfun nýliða spannar 18 mánaða tímabil þar sem boðið er upp á námskeið í allri þeirri hæfni sem björgunarfólk þarf að búa yfir. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og mörg námskeiðanna spanna heilar helgar.

Nýliðaþjálfun hjá Björgunarsveitinni Suðurnes er fyrir þá sem eru á 17. ári og eldri.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25