Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjóða Grindvíkingum sálfræðiþjónustu
Sunnudagur 23. júní 2024 kl. 08:05

Bjóða Grindvíkingum sálfræðiþjónustu

Þjónustuteymi GRN býður nú upp á fjölbreytt stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga. Teymið veitir Grindvíkingum meðal annars aðgengi að gjaldfrjálsum sálfæðiviðtölum, fræðslu um líðan í kjölfar náttúruhamfara og hópmeðferðum fyrir börn og fullorðna. Hægt að óska eftir ráðgjöf hjá þjónustuteyminu á Ísland.is. Þjónustuteymið samanstendur af sérfræðingum sem vinna að málefnum Grindvíkinga á þverfaglegan hátt og eru með fjölbreytta þekkingu og reynslu. Sérfræðingar teymisins eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, lýðheilsufræðingur og sérfræðingar í skólamálum.

Einnig er hægt er að hafa samband við ráðgjafa teymisins í síma 545-0200 milli kl. 10:30-12:00 mánudaga-fimmtudaga. Grindvíkingar geta þá einnig óskað eftir fjarviðtali í gegnum öruggt kerfi sem er viðurkennt af bæði Landlækni og Persónuvernd. Þjónustan er í boði fyrir alla Grindvíkinga sem voru með lögheimili í Grindavík þann 10. nóvember sl. hvar sem þeir eru búsettir í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024