Bjóða frestun á greiðslu gjalda
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að bjóða ferðaþjónustufyrirtækinu Vogasjóferðum ehf. gjaldfrest á hafnargjöldum félagsins, á sambærilegan hátt og veittur hefur verið gjaldfrestur á fasteignagjöldum lögaðila í ferðaþjónustu. Gjaldfresturinn er veittur til sex mánaða.
Vogasjóferðir ehf. höfðu sent bæjaryfirvöldum erindi með beiðni um niðurfellingu hafnargjalda Særósar GK, sem er ferðaþjónustuskip sem gert er út frá höfninni í Vogum. Afleiðingar Covid-19 hefur haft mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins.