Bjóða fram D-lista í Vogum
	Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir munu bjóða fram í Vogum í sveitarstjórnarkostningum 2014. Listinn er samblanda nýliða og einstaklinga með reynslu af bæjarstjórnarmálum. D-listinn er nýr listi í Vogunum og er að bjóða fram í fyrsta skipti.
	Listann skipa:
	1. Björn G. Sæbjörnsson, innkaupastjóri/bæjarfulltrúi
	2. Guðbjörg Kristmundsdóttir, verkefnastjóri/náms-og starfsráðgjafi
	3. Oddur Ragnar Þórðarson, sérfræðingur/bæjarfulltrúi
	4. Kristinn Benediktsson, rafmagnstæknifræðingur
	5. Sigurður Árni Leifsson, háskólanemi í mannfræði
	6. Drífa B. Gunnlaugsdóttir, félagsráðgjafi
	7. Gottskálk H. Kristjánsson, verkefnastjóri
	8. Sylvía Hlíf Latham, hjúkrunarfræðingur
	9. Magga Lena Kristinsdóttir, tanntæknir
	10. Elfar Árni Rúnarsson, nemi
	11. Hólmgrímur Rósenbergsson, bifreiðastjóri
	12. Þórður Kr. Guðmundsson, vélfræðingur/framkv.stjóri
	13. Sveindís Skúladóttir, deildarstjóri/bæjarfulltrúi
	14. Guðmundur Valdimarsson, sjómaður
				
	
				

 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				